Tölfræðinámskeið KKÍ haust 2019

KKÍ tölfræðinámskeið fyrir komandi vetur

Tölfræði námskeið KKÍ fer fram laugardaginn 21. september milli kl. 10:00-14:00 í fundarsal í andyri nýju Laugardalshallarinnar (bíósalurinn). Námskeiðið er opið öllum og er það hugsað fyrir bæði nýja og óvana tölfræðiskrásetjara sem og þá sem stattað hafa áður og ætla að halda áfram í vetur frá fyrri árum. 

Námskeiðið er öllum að kostnaðarlausu og mikilvægt fyir félög að eiga fulltrúa á því, hvort sem um ræðir nýja stattara eða vana.

Námskeiðið er mikilvægt fyrir öll félög í efstu tveim deildum sem verða með lifandi tölfræði í vetur frá sínum heimaleikjum. Hér geta nýjir aðilar lært grunninn og orðið tilbúnir til að hefja störf á komandi tímabili og reynslumeiri stattarar geta rifjað upp fræðin og miðlað þekkingu sinni einnig.

Jón Svan Sverrisson mun stýra námskeiðinu og kenna ásamt því að fara yfir ýmis praktísk atriði og áherslur fyrir veturinn.

Dagskrá námskeiðisins:

10:00-12:00: 
Bóklegt - tölfræðiskilgreiningar og kynning á forritinu. Verklag við að tengjast og ganga frá leikjum í lokin. Samskipti við Genius/KKÍ kynnt ef á þarf að halda í vetur.

12:00-12:15: 
Matur í boði Domino’s 

12:15-14:00: 
Verklegt - stattaður leikhluti eftir myndbandi

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Rusl-vörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira