Tölfræðinámskeið FIBA og KKÍ

FIBA og KKÍ tölfræðinámskeið fyrir komandi vetur · FIBA CERTIFIED STATISTICIAN

Tölfræðinámskeið FIBA og KKÍ fer fram í íþróttamiðstöðinni Laugardal, laugardaginn 27. október, í D-sal á 3. hæð.
Um er að ræða stutt en hnitmiðað námskeið sem hentar bæði vönum og nýjum tölfræðiskrásetjurum.

Námskeiðið er öllum að kostnaðarlausu og er skemmtilega sett upp með erlendum kennara og með námsefni frá FIBA.

Allir þátttakendur þurfa að fara í gegnum smá efni fyrir námskeiðið (video og smá efni) og taka úr því próf í lokin.
Þeir sem sitja svo námskeiðið og taka þátt hljóta vottun FIBA.

KKÍ vill hvetja alla sem áhuga hafa að mæta og ná sér í vottun, en það er svo skylda fyrir KKÍ að fá vottaða aðila til að starfa td. á landsleikjum okkar í vetur. Allir sem hafa náð vottun áður þurfa að endurnýja sína í ár. Námskeiðið er ekki eingöngu fyrir þá sem hafa á huga á að starfa á landsleikjum heldur einnig góð þjálfun og æfing fyrir alla stattara. 


Dagskrá námskeiðisins:
Nánar síðar en það mun standa yfir frá um 10:00 til 16:00 c.a með mat í hádeginu.

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Rusl-vörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira