Skráning þjálfari 3.b.Skráning og verð:
Hér fyrir neðan er skráning á þjálfaranámskeið KKÍ og FIBA 3.b. dagana 9.-11. ágúst 2019 þar sem Ettore Messina og Stan Van Gundy verð aðalfyrirlesarar. Þátttökugjaldið verður 30.000 kr.  sé greitt fyrir 11. júlí en annars hækkar það í 40.000 kr. eftir það.

Um námskeiðið:
KKÍ kynnir með stolti frábært þjálfaranámskeið í þjálfaramenntun KKÍ, hluta 3.b, sem fram fer í ágúst hér á landi þegar tvö risanöfn í þjálfaraheiminum mæta til landsins og miðla þekkingu sinni til íslenskra þjálfara.

Þetta eru þeir Ettore Messina, aðstoðarþjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs og fyrrverandi landsliðsþjálfara Ítalíu sem verður annar aðalfyrirlesari námskeiðisins ásamt hinum litríka Stan Van Gundy, fyrrum aðalþjálfara Detroit Pistons og síðar yfirmanni körfuboltamála hjá félaginu. Hann er einnig fyrrum aðalþjálfara Miami Heat og Orlando Magic, en hjá Magic fór hann með liðið í úrslit NBA-deildarinnar árið 2009.

Það þarf því ekki að fara mörgum orðum um þvílíkan hvalreka íslenskir þjálfarar fá í ágúst þegar þeim býðst að læra af þessum frábæru þjálfurum hér á landi á þjálfaranámskeiði hjá KKÍ.

Þjálfaraferill Ettore Messina:
1989–1993 · Virtus Bologna, Ítalía
1993–1997 · Ítalska landsliðið
1997–2002 · Virtus Bologna, Ítalía
2002–2005 · Benetton Treviso, Ítalía
2005–2009 · CSKA Moscow, Rússland
2009–2011 · Real Madrid, Spánn
2011–2012 · Los Angeles Lakers (ráðgjafi)
2012–2014 · CSKA Moscow, Rússland
2014– í dag · San Antonio Spurs (Aðstoðarþjálfari)
2015–2017 · Ítalska landsliðið

Þjálfaraferill Stan Van Gundy:
1981–1983 · Vermont (aðstoðarþjálfari)
1983–1986 · Castleton
1986–1987 · Canisius (aðstoðarþjálfari)
1987–1988 · Fordham (aðstoðarþjálfari)
1988–1992 · UMass Lowell
1992–1994 · Wisconsin (aðstoðarþjálfari)
1994–1995 · Wisconsin
1995–2003 · Miami Heat (aðstoðarþjálfari)
2003–2005 · Miami Heat
2007–2012 · Orlando Magic
2014–2018 ·  Detroit Pistons


Dagskrá námskeiðsins:

Föstudagur 9. ágúst

 16:45-17:00 Ágúst S. Björgvinsson (KKI) - Opnun á námskeiðinu

 17:00-18:20 Ettore Messina – Liðsvörn

 18:20-18:50 Kvöldmatur

 18:50-20:10 Ettore Messina – Vörn gegn hindrunum frá bolta (Back, cross, flex, flair, diagonal, pin down osfrv.)

 20:20-22:00 Stan Van Gundy - Þróun leikmanna frá yngri flokkum upp í meistaraflokka

 Laugardagur 10. ágúst

 09:00-10:20 Ettore Messina – Liðssókn

 10:30-11:50 Ettore Messina – Sókn gegn skiptivörn

 11:50-12:10 Ettore Messina - Spurningar úr sal

 13:00   Landsleikur Ísland-Sviss.  Þátttakendur fá frímiða á leikinn

 15:30-17:00 Stan Van Gundy - Sóknarhugmyndafræði fyrir besta skorara liðs

Sunnudagur 11. ágúst

 09:00-10:20 Stan Van Gundy - Pick og Roll sókn gegn mismunandi vörnum  (Hedge, Drop, under or through, ICE, Switching, Trap)

10:30-11:50 Stan Van Gundy - sérstakar aðstæður og lok leikja aðstæður

 11:50-12:10 Stan Van Gundy - Spurningar úr sal

12:10-12:30 próf

Skráning:

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Rusl-vörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira