Staðsetningar, fjarlægðir og samgöngur



Helsinki:
Miðbærinn í Helsinki er fallegur og þægilegur og eru vegalengdir stuttar. Þar er að finna allar helstu verslanir í bæði verslunargötum og verslunarmiðstöðvum. Þá er nóg af veitingastöðum og kaffihúsum. 

Forum og Kamppi Center eða Kampin Keskus eru verslunarmiðstöðvar rétt við miðbæinn. Forum er við Mannerheimvagen sem er aðalgatan sem liggur meðfram miðbænum. Þar er einnig að finna Stockmann sem er vöruhús með mörgum verslunum og veitingum fyrir sælkera á efstu hæðinni.

Fan-Zone og skemmtistaðurinn „The Cirkus“:
Stuðningsmannasvæði aðdáenda verður að finna í miðbæ Helsinki. Það er staðsett um 200m frá lestarstöðinni, beint á móti þinghúsi Finnlands og við hliðina á nýlistasafninu á opnu svæði sem auðvelt verður að finna. Á kvöldin verður svo dagskrá fyrir alla stuðningsmenn Finnlands og Íslands á skemmtistaðnum The Cirkus sem er skammt frá.

Lestarstöðin:
Aðallestarstöðin í Helsinki er 200m frá „Fan-Zone“ svæðinu. Þar eiga að vera lestar á um 5 mín. fresti ca. sem ganga allar í átt að Höllinni og því hægt að taka hvaða lest sem er. Höllin er á stoppi þrjú, og tekur um 6 mín. að fara þangað frá aðalstöðinni.

Mótshaldarar mæla með „Helsinki-Card“ sem hægt er að kaupa á öllum hótelum og það er kort í allar almenningssamgöngur borgarinnar.

Helsinki Arena / Höllin: 
ATH! að höllin heitir öllu jafna Hartwall Arena og á kortum og í GPS-tækjum en mun heita Helsinki-Arena á mótinu v/ réttindamála og auglýsingasamninga.

Hvernig á að komast í leikhöllina?:
Með lest er farið út á Pasila-stöðinni. (Pasila / Böle) og á að taka um 6 mín. frá aðallestarstöðinni. 

Besta leiðin til og frá leikhöllinni úr miðbænum/Fan-Zone er með lest. Allar lestarnar sem fara frá aðallestarstöðinni við Fan-Zone stoppa á Pasila-stoppistöðinni og þaðan er stutt labb út í Höll (300 m)

Staka miða og dagsmiða er hægt að kaupa úr sjálfsölum á lestarstöðinni eða í R-Kioski búðum.

Verðið er €2,90 fyrir staka miða og 24-klst miða €9. 
Frekari upplýsingar er að finna á: www.hsl.fi/en/tickets-and-fares

Einnig á að vera hægt að kaupa Helsinki-Card á öllum hótelum sem gildir í allar almenningssamgöngur (lest, strætó, sporvagna fyrri þá sem vilja það).

HLS (lestarfyrirtækið) verður með upplýsingabás að auki í Fan-Zone til að aðstoða ef þarf.
 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira